Dynjandisvogur er stuttur fjörður, sem gengur inn úr Arnarfirði, norðan við fjörðinn er Borgarfjörður. Sunnan við er Langanes og handan þess Suðurfirðir. Fjörðurinn er um tveir kílómetra á lengd og um einn og hálfur á breidd.

Dynjandi
Kort af Vestfjörðum
Dynjandisvogur og Dynjandisá

Fossinn Dynjandi fellur ofan af Dynjandisheiði í enda fjarðarins. Dynjandisá á upptök í smávörnum á Glámuhálendinu. Í firðinum stóð áður bær sem nefndur var Dynjandi en er nú í eyði.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.