Dynjandi

foss á Vestfjörðum
(Endurbeint frá Dynjandisfoss)

Dynjandi (eða Fjallfoss) er 100 metra hár foss í Arnarfirði á Vestfjörðum Íslands. Fossinn kemur ofan af Dynjandisheiði og fyrir neðan hann er einnig eyðibýli sem heitir Dynjandi. Á bjargbrún er fossinn 30 metra breiður en 60 metra breiður neðst. Fleiri fossar eru í fossaröðinni: Bæjarfoss, Hundafoss, Göngumannafoss, Strompglúfrafoss og Hæstahjallafoss. Fossinn var friðlýstur árið 1980.

Dynjandi
Kort sem sýnir staðsetningu fossins
Map
StaðsetningArnarfjörður, Vestfirðir, Ísland
Hnit65°43′57″N 23°11′55″V / 65.7325192°N 23.1985946°V / 65.7325192; -23.1985946[1]
Hæð100 m
VatnsrásDynjandisá

Meðal sumarrennsli Dynjandisár er 2 til 8 rúmmetrar en meðal vetrarrennsli er 1 til 4 rúmmetrar vatns á sekúndu. Upptök sín á áin í smávötnum á Dynjandisheiði.

Myndir

breyta

Heimild

breyta
  • „Dynjandisfoss“. Sótt 1. desember 2005.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.