Dynjandisheiði

veggöng á Vestfjörðum

Dynjandisheiði er heiði sem liggur á milli Dynjandisvogar í Arnarfirði og Barðastrandar. Vegur yfir heiðina er hæst 500 m. Bílvegur var lagður um heiðina 1959 og þá opnaðist í fyrsta skipti akfær vegur til Ísafjarðar og tenging milli Ísafjarðar og Barðastrandar. Heiðin er löng en fremur snjólétt miðað við vestfirskar heiðar og landslag víða flatt.

Horft niður í Geirþjófsfjörð af Dynjandisheiði.

Áætluð göng breyta

Á teikniborði Vegagerðarinnar eru göng undir Dynjandisheiði, sem yrðu 10,8 km að lengd í leið a) eða 12,2 km í tvennum göngum í leið b) sem kæmu við í Geirþjófsfirði.

 
Dynjandisheiði er langur fjallvegur í um 500 m y.s. Honum er ekki haldið opnum á vetrum og telst lokaður að meðaltali 120 daga á ári. Mokstursdagar eru 15 – 20 árlega. Göng sem lægju úr 80 m y.s. í Vatnsfirði og 50 m y.s. í Dynjandisvogi yrðu um 10,8 km löng. Annar kostur er að fara milli þessara staða í tvennum jarðgöngum, þar sem komið yrði út í Geirþjófsfirði. Sá kostur lengir gangaleiðina um ca. 1,4 km. Hefðbundin blágrýtislög einkenna svæðið. Áætla má kostnað við ódýrari kostinn um 4,5 milljarða. Nýr vegur yfir heiðina gæti kostað um 800 m.kr., en hann er ekki á langtímaáætlun. Göng undir Dynjandisheiði myndu stytta vegalengdir um 12-14 km.
 
 
— Jarðgangaáæltun Vegagerðarinnar frá árinu 2000.

[1]

Tengill breyta

Tilvísanir breyta

  1. https://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Jardgangnaaaetlun/$file/jardg_aaetlun.pdf