Vorperla

(Endurbeint frá Draba verna)

Vorperla (fræðiheiti: Draba verna eða Erophila verna) er lítil einær blómplanta sem finnst í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar. Áður var talið að hún hefði flust til Norður-Ameríku frá Evrópu en nú er hún talin frumbyggi á báðum stöðum. Blómin eru með fjórum hvítum klofnum krónublöðum og vaxa á mjóum stilk sem nær 2-15 sm hæð. Hún vex í þurrum jarðvegi og möl. Hún blómstrar mjög snemma á vorin og myndar fljótt fræ.

Vorperla
Blóm vorperlu
Blóm vorperlu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Krossblómabálkur (Brassicales)
Ætt: Krossblómaætt (Brassicaceae)
Ættkvísl: Vorblóm (Draba)
Tegund:
D. verna

Tvínefni
Draba verna
Linnæus

Á Íslandi er vorperla algengust á Norðurlandi og á Fljótsdalshéraði.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.