Philosophiae Doctor
æðst háskólagráða, veitt af háskólum í mörgum löndum
(Endurbeint frá Dr.phil.)
Philosophiae doctor, venjulega skammstafað PhD, Ph.D., D.Phil. eða Dr. Phil. er æðri námsgráða, sem veitt er við háskóla að loknu doktorsprófi.
Háskólagráður |
Grunnám |
Orðið „philosophiae“ („heimspeki“) merkir í þessu samhengi sérhverja veraldlega fræðigrein, það er að segja fræðigrein aðra en guðfræði, lögfræði og læknisfræði og ýmsar aðrar verkmenntir.
Upphaf þessarar doktorsgráðu má rekja til Humboldt-háskólans í Berlín en flestir bandarískir háskólar hafa tekið hana upp, svo að nú eru rúmlega 90% af doktorsgráðum sem veittar eru í Norður-Ameríku Ph.D.-gráður.