Dráttarbátur (áður fyrr nefndur togbátur) er bátur sem er ætlað að draga eða ýta öðrum bátum í höfnum, á hafi eða eftir skurðum. Dráttarbátar eru notaðir til að draga pramma, vélarvana skip eða annan búnað, s.s. olíuborpalla. Hlutfallið milli krafts og stærðar (mælt í kW/brúttórúmlest) er mjög hátt í dráttarbátum, um 2,20 - 4,50 hjá stórum dráttarbátum en 4,0 til 9,5 hjá litlum dráttarbátum á móti 0,25 - 1,20 hjá venjulegum flutninga- og farþegaskipum.

Tveir dráttarbátar draga skip á skipaskurði.
  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.