Derry

(Endurbeint frá Doire)

Derry eða Londonderry (írska: Doire eða Doire Cholmchille) er borg í Norður-Írlandi. Hún er önnur stærsta borg Norður-Írlands, og fjórða stærsta borg á eyjunni Írland. Gamla borg Londonderry lá vestan við ána Foyle, og gamla borg Derry lá fyrir austan við ána. Nú á dögum nær borgin yfir báðum megin árinnar. Þar í borginni eru tvær brýr sem spanna ána.

Foyle-á
Skemmdarverk á umferðarmerki við Derry.

Árið 2001 bjuggu 83.652 manns í Derry, og 90.663 manns samtals með úthverfum. Londonderry-höfn og City of Derry-flugvöllur liggja við borgina. Derry og nærliggjandi bærinn Letterkenny mynda stóra fjármálamiðstöð í Norður-Írlandi.

Derry liggur nærri við landmæri við Donegal-sýslu í Írska lýðveldinu. Borgin hefur verið tengd við Donegal-sýslu í margar aldir. Prinsinn St. Columba frá Tír Chonaill (gamla heiti á Donegal-sýslu) er talinn hafa stofnað borgina.

Það hefur verið mikið missætti um heiti borgarinnar. Opinbera heitið Londonderry stendur í Royal Charter sem borginni var gefið árið 1662. Þetta heiti var samþykkt aftur árið 2007 þegar ákvörðun var tekin í hæstiréttinum. Þrátt fyrir opinbera heitið er borgin þekkt sem Derry í daglegu tali, sem er enskt orð á fornírska heitinu Daire, stafað sem Doire á nútímaírsku, og þýðir „eikarlundur“. Heitið Derry er oftar notað af þjóðernissinnum, og er í notkun víða hjá kaþólskum mönnum þar. Londonderry er oftar notað af sameiningarsinnum, en Derry er í daglegri notkun hjá mótmælandum.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.