Dofri Hermannsson (f. 25. september 1969) er íslenskur leikari, hagfræðingur og náttúruverndarsinni. Hann sat í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands á árunum 2001-2005, var varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar 2006-2010 en hætti þá afskiptum af stjórnmálum. Hann er með meistapróf í hagnýtri hagfræði við Háskólann á Bifröst með áherslu á umhverfishagfræði, nýsköpun og svæðahagfræði. Hann stýrði stefnumótun Samfylkingarinnar í umhverfismálum, nýsköpunarmálum og byggðamálum fyrir alþingiskosningar 2007 og 2009, var fyrsti starfsmaður Hátækni- og sprotavettvangs (samstarfsverkefni stjórnarráðsins og Samtaka Iðnaðarins) sem kom mikilvægum stuðningasaðgerðum fyrir nýsköpunarfyrirtæki í framkvæmd.

Dofri rekur ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavik erupts sem sérhæfir sig í ferðum sem tengjast jarðfræði og eldgosum.

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

breyta
Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1987 Áramótaskaupið 1987
1998 Sporlaust Beggi Kvikmynd eftir Hilmar Oddsson
Dansinn Haraldur Tilnefndur til Eddunar sem leikari ársins.
1999 Dagurinn í gær Dagfinnur Sjónvarpsþáttaröð á Rúv
2016 Réttur 3 (TV) Benedetto Sjónvarpsþáttaröðin fékk fjölda viðurkenninga um allan heim
2016 Grimmd

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.