Dnjestr

(Endurbeint frá Dnjester)

Dnjestr eða Dnjester er fljót í Austur-Evrópu sem rennur um Úkraínu og Moldóvu út í Svartahaf. Fljótið myndar landamæri Moldóvu og hins umdeilda héraðs Transnistríu, sem lýst hefur yfir sjálfstæði sínu. Heiti árinnar kemur úr sarmatísku dānu nazdya sem merkir „nálæga áin“ (fljótið Dnjepr er „fjarlæga áin“). Fljótið er eitt af meiri fljótum Evrópu, tæplega 1400 km langt.

Dnjestr við Rîbnița.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.