Díodóros frá Sikiley

(Endurbeint frá Diodorus Siculus)

Díodóros frá Sikiley (Forngríska: Διόδωρος Σικελιώτης) var forngrískur sagnaritari sem var uppi á 1. öld f.Kr. Hann fæddist á í Agíru á Sikiley en lítið annað er vita um ævi hans.

Bibliotheca historica, 1746

Díodóros samdi sagnfræðirit í 40 bókum sem er venjulega nefnt upp á latínu Bibliotheca historica. Bækur 1–5 og 11–20 eru varðveittar. Fyrstu sex bækurnar fjölluðu um goðsagnir fram að Trójustríðinu og hafa að geyma mikinn landfræðilegan fróðleik. Í fyrstu bók fjallar Díodóros um sögu og menningu Egyptalands; í annarri bók er fjallað um Mesópótamíu, Indland, Skýþíu og Arabíu; þriðja bók fjallar um Norður-Afríku og fjórða, fimmta og sjötta bók fjalla um sögu og menningu Grikklands og Evrópu. Bækur 7-17 fjalla um sögu heimsins frá lokum Trójustríðsins til dauða Alexanders mikla. Bækur 17-40 fjölluðu um sögu heimsins frá dauða Alexanders til annaðhvort ársins 60 f.Kr. eða upphafs Gallatríðanna.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.