Diljá Ögn Lárusdóttir
Diljá Ögn Lárusdóttir (fædd 23. júní 2003) er íslenskur körfuboltaleikmaður sem leikur fyrir Stjörnuna og Íslenska landsliðið.
Diljá Ögn Lárusdóttir | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | 23. júní 2003 | |
Fæðingarstaður | Ísland | |
Hæð | 176 cm | |
Leikstaða | Bakvörður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Stjarnan | |
Númer | 7 | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
2019–2021 2020–2021 2021– |
Fjölnir → Fjölnir-b Stjarnan | |
Landsliðsferill2 | ||
Ár | Lið | Leikir |
2023– | Ísland | |
1 Meistaraflokksferill |
Félagsliðaferill
breytaDiljá hóf meistaraflokks feril sinn hjá Fjölnir veturinn 2019–2020. Tímabilið eftir lék hún með Fjölnir í Úrvalsdeild kvenna ásamt því að leika með Fjölnir-b 1. deild kvenna. Í 1. deildinni skoraði hún að meðaltal 12,1 stig að meðaltali fyrir Fjölni-b.[1]
Eftir tímabilið gekk hún til liðs við Stjörnuna í 1. deildinni þar sem meira en tvöfaldaði meðal stigaskorið sitt en hún skoraði 26,0 stig að meðaltali í leik.[1]Tímabilið 2022–2023 var hún valin besti íslenski leikmaður 1. deildarinnar[2] eftir að hafa skorað 22,8 stig að meðtal í leik og hjálpað Stjörnunni í að vinna sér sæti í Úrvalsdeildinni.[3]
Sumarið 2023 meiddist Diljá í hné á æfingu með U-20 landsliðinu og missti í kjölfarið af öllu 2023-2024 tímabilinu.[4]
Hún sneri aftur á völlinn tímabilið 2024–2025 og skoraði 14 stig í fyrsta leik vetrarins sem var sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur.[5]
Landsliðsferill
breytaÁrið 2023 lék Diljá í fyrsta skipti með íslensku landsliðinu. Þann 12. febrúar 2023 var hún stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig í tapi gegn Spáni.[6]
Fjölskylda
breytaDiljá er dóttir Lárusar M. K. Daníelssonar, margfalds landsmeistara í hnefaleikum og fyrrum leikmanns KFÍ í körfubolta.[2]
Titlar og viðurkenningar
breytaTitlar
breyta- 1. deildar kvenna meistari (2023)
Viðurkenningar
breyta- Besti íslenski leikmaður 1. deildar kvenna (2023)
- Íslenska lið ársins í 1. deild kvenna (2022, 2023)
- Besti ungi leikmaðurinn í 1. deild kvenna (2022)
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Leikmaður - Diljá Ögn Lárusdóttir“. kki.is. Icelandic Basketball Association. Sótt 22. október 2024.
- ↑ 2,0 2,1 „KKÍ : þrír leikmenn ættaðir frá Ísafirði heiðraðir“. Bæjarins besta. 23. maí 2023. Sótt 22. október 2024.
- ↑ Óskar Ófeigur Jónsson (3. júlí 2023). „Ein efnilegasta körfuboltakona landsins varð fyrir mikli áfalli“. Vísir.is. Sótt 22. október 2024.
- ↑ „Ein sú efnilegasta með slitið krossband“. Morgunblaðið. 2. júlí 2023. Sótt 22. október 2024.
- ↑ „Stjarnan vann tvöföldu meistarana“. Morgunblaðið. 2. október 2024. Sótt 22. október 2024.
- ↑ Árni Jóhannsson (12. febrúar 2023). „Diljá Ögn: Ég átti að gera það sem ég geri best“. Vísir.is. Sótt 22. október 2024.