Death Valley-þjóðgarðurinn

Death Valley-þjóðgarðurinn (enska: Death Valley National Park) er þjóðgarður á mörkum Kaliforníu og Nevada, Bandaríkjunum. Hann er staðsettur milli Mojave-eyðimerkurinnar og Lægðarinnar miklu og samanstendur að mestu leyti af Dauðadal en þar er lægsti punktur Norður-Ameríku. Þar eru saltsléttur, eyðimerkuröldur, gljúfur og ummyndað berg þar er 1,7 milljarða ára gamalt. Þjóðgarðurinn er sá stærsti í samfelldu Bandaríkjunum og er 13.650 ferkílómetrar. Funheitt verður á svæðinu á sumrin og getur hitinn farið yfir 50 gráður. Ársúrkoma er nánast engin (38mm). Þó vaxa þar yfir 1000 plöntutegundir. Sléttuúlfur og stórhyrningur eru meðal spendýra þar. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1994 og hafði þá áður verið svokallað National monument og stækkaði fyrir vikið. Hæsti punktur þar er Telescope Peak (3368 m.).

Sandöldur í Dauðadalsþjóðgarðinum.
Kort af þjóðgarðinum. dökkgrænu svæðin eru viðbót við verndað svæði þegar þjóðgarðurinn var stofnaður.
Toppar og lægðir í þjóðgarðinum.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Death Valley National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. nóv. 2016.