David Navara
David Navara (f. 27. mars 1985) er tékkneskur stórmeistari, og fremsti skákmaður Tékklands nú um stundir. Átta sinnum hefur hann unnið tékklandsmótið (2004, 2005, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015 og 2017). Önnur helstu afrek er að vinna evrópska hraðskákmótið (European Blitz Chess Championship) 2014. Hæst hefur hann komist í 13. sæti á heimslistanum.
Fæddur | David Navara 27. mars 1985 |
---|---|
Þekktur fyrir | skák |
Titill | Stórmeistari |