David Arnason
David Arnason (f. 1940) er kanadískur rithöfundur og prófessor emeritus í ensku og bókmenntum við Manitobaháskóla í Winnipeg.
Foreldrar Davids voru Baldvin og Gudrun Arnason sem bæði eru fædd í Nýja Íslandi, Manitoba. Baldvin var af eyfirskum ættum, frá Villingadal í föðurætt en úr Svarfaðardal í móðurætt, kominn út af Arngrími málara og Þórunni Hjörleifsdóttur ljósmóður í Gullbringu. David Arnason settist í Manitobaháskóla og lauk þaðan BA og MA prófi en útskrifaðist síðan með Ph.D. gráðu frá háskólanum í New Brunswick. Hann hóf kennslu við Manitobaháskóla 1972 og var deildarforseti enskudeildarinnar 1997-2006. Hann var settur deildarstjóri yfir íslenskudeildinni þar 1998-2006. Hann hefur oft haldið fyrirlestra og námskeið á Íslandi, meðal annars í samstarfi við Bill Holm (d. 2009) á Hofsósi. David Arnason hefur gefið út allmargar bækur með ljóðum, smásögum og skáldsögum. Hann hefur einnig gert sjónvarpsþætti og hafa sumir þeirra verið sýndir í íslenska ríkissjónvarpinu.
Sambýliskona hans er Mhari Mackintosh.
Rit
breyta- Marsh Burning – 1980
- The Icelanders - 1981
- Fifty Stories and a Piece Of Advice – 1982
- The Circus Performers' Bar – 1984
- Skrag – 1987
- The Happiest Man in the World and Other Stories – 1989
- The Pagan Wall – 1992
- The Dragon and the Dry Goods Princess – 1994
- The New Icelanders: A North American Community – 1994
- If Pigs Could Fly - 1995
- King Jerry - 2001
- The Demon Lover - 2002
- The Imagined City: A Literary History Of Winnipeg Edited by David Arnason & Mhari Mackintosh, 2005.
- Baldur's song - 2010