Davíð Örn Halldórsson

Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) er íslenskur myndlistamaður og útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002.

Davíð Örn vinnur mikið með sterka liti og litasamsetningar og hefur unnið bæði málverk og rýmisverk sem minna á graffítíverk. Hann blandar saman ýmsum formum og efnum eins og skipalakki, spreyjar með úðabrúsalakki og teiknar með tússi á tréplötur, pappa eða beint á veggi.

Helstu sýningar

breyta
  • Grasrót í Nýlistasafninu 2005
  • Sjáðu alla grænu flokkana í Banananas Gallerí árið 2005
  • Pakkhús Postulanna í listasafni Reykjavíkur árið 2006
  • QuadroPop í Safni árið 2007
  • Nói át - No Way Out í Nýlistasafninu í Reykjavík 2007
  • Absalút gamall kastale í Gallerí Ágúst í Reykjavík árið 2008
  • Væmin natúr og dreki í 101 Projects árið 2009
  • Rím/Rhyme í Ásmundasafni árið 2009
  • Rím/Rhyme í Listasafninu á Akureyri árið 2010
  • Ljóslitlífun í Listasafni Reykjavíkur 2010
  • Hvar er klukkan? í Hafnarborg í Hafnarfirði
  • The Saga Spirit Alive í Trygve Lie Gallery í New York
  • Hérna í Hangart-7 í Salzburg

Önnur verk og viðurkenningar

breyta

Árið 2009 gaf forlagið Ókeibæ(!)kur út bókina ofhlæði með verkum Davíðs í ritstjórn Hugleiks Dagssonar. 2014 hlaut hann svo stóran Carnegiestyrk frá dómnefnd Carnegieverðlaunanna.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Davíð Örn Halldórsson hlýtur stóran Carnegiestyrk“. SÍM. Sótt 21. nóvember 2013.[óvirkur tengill]

Heimildir

breyta