Daníel E. Arnarsson

Daníel E. Arnarsson (fæddur 28. febrúar 1990) er framkvæmdastjóri Samtakanna '78[1]. Daníel var kjörinn varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2021 en sagði sig úr flokknum þann 15. mars 2023 í kjölfar þess að þingflokkur VG greiddi atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra og hét því að vísa þar eftir á næstu manneskju á framboðslista VG þegar kalla þyrfti inn varaþingmann[2].

Tilvísanir

breyta
  1. „Starfsfólk og stjórn“. Samtökin '78. Sótt 17. mars 2023.
  2. Guðmundsson, Brynjólfur Þór (16. mars 2023). „Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum“. RÚV. Sótt 17. mars 2023.