Dalsfjörður er fjörður í Sogn og Firðafylki á Vesturlandinu í Noregi. Landnámsmennirnir Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Hróðmarsson komu til Íslands frá Dalsfirði á Fjölum. Dalsfjörður er norðan við Sognfjörð, miðja vegu milli Björgvinjar og Álasunds. Talið er að Ingólfur Arnarson hafi komið frá Hrífudal (Rivedal) og er þar minnisvarði.

Brú yfir Dalsfjörðinn
Afsteypa af styttu af Ingólfi Arnarssyni eftir Einar Jónsson. Afsteypan var sett upp 1961 í Rivedal meðfram veginum Fylkesveg 609 norðanmegin í Dalsfirði í Askvoll sveitafélaginu.

Heimild

breyta