Dagur (dagblað 1997)
Dagur var íslenskt dagblað sem varð til við sameiningu Akureyrarblaðsins Dags og Framsóknarblaðsins Tímans árið 1996. Útgáfufyrirtæki DV, Frjáls fjölmiðlun, hafði þá eignast bæði blöðin. Út árið 1996 hét blaðið Dagur-Tíminn. Það var landsmálablað sem kom út alla daga vikunnar nema sunnudaga og mánudaga. Fyrsti ritstjóri þess var Stefán Jón Hafstein. Eftir aðeins fimm mánaða útgáfu var nafni blaðsins breytt í Dag og Tímanafnið þannig fellt brott. Elías Snæland Jónsson varð ritstjóri ásamt Stefáni. Þannig kom blaðið út til mars 2001 en í apríl sama ár hóf Fréttablaðið göngu sína.