Dósaverksmiðjan h.f. var iðnfyrirtæki í Reykjavík. Verksmiðjan tók til starfa 1937 og var í fyrstu í Sænska frystihúsinu en síðar við Borgartún 1. Aðalviðskiptavinur verksmiðjunnar var í fyrstu málningarverksmiðjan Litir og lökk. Dósaverksmiðjan framleiddi blikkdósir og brúsa og ýmis konar umbúðir úr blikki fyrir niðursuðuverksmiðjur, málningarverksmiðjur og efnagerðir. Stofnendur Dósaverksmiðjunnar voru bræðurnir Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri SÍF, og Sigurvin Einarsson alþingismaður og forstjóri hennar var Magnús Einarsson.

Björgólfur Guðmundsson hóf störf í Dósaverksmiðjunni þegar hann var enn í lögfræðinámi. Rekstur verksmiðjunnar gekk illa og var nýtt hlutafélag stofnað sem keypti verksmiðjuna. Björgólfur var hluthafi í því nýja félagi og varð eftir kaupin forstjóri Dósaverksmiðjunnar 27 ára gamall. Nafni verksmiðjunnar var breytt í Dósagerðin.


Heimildir

breyta