Dómkirkjan í Hróarskeldu
Dómkirkjan í Hróarskeldu var reist úr rauðum múrsteini á ofanverðri 12. öld. Byggingin er blanda af rómverskum stíl og gotneskum.
Lýsing dómkirkjunnar
breytaDómkirkjan í Hróarskeldu er næstlengsta kirkja í Danmörku - kirkjuskipið er 84 m á lengd og upp í hvelfingar hennar eru 24 m, en turnspírurnar mun hærri. Innst í kirkjuskipinu er kórinn - aðskilinn frá útveggjum með súlnagöngum. Hann er tvískiptur, og nefnist fremri hlutinn kórsbræðra- eða kanúkakórinn. Þar eru raðir af stólum með veggjum fram, 44 að tölu, og eru þeir kallaðir munkastólar. Yfir sætunum er Biblían útskorin í myndum, 22 á hvorum vegg, að sunnanverðu Gamla testamentið - á norðanveggnum það nýja. Undir gólfi dómkirkjunnar hafa fundist leifar af grunni eldri kirkju.
Söguágrip
breytaTenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hróarskeldudómkirkju.
Þessi trúarbragðagrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.