Svanir

(Endurbeint frá Cygnus)

Svanir (Cygnus) eru ættkvísl fugla af andaætt (anatidae) og eru meðal stærstu fljúgandi fugla. Endur og gæsir eru skyldar tegundir. Sex tegundir svana eru til:

  • Álft (Cygnus cygnus): Evrópa, Asía.
  • Hnúðsvanur (Cygnus olor): Evrópa og austur-Rússland. Innflutt tegund í Norður-Ameríku.
  • Lúðursvanur (Cygnus buccinator): Norður-Ameríka.
  • Dvergsvanur (Cygnus columbianus): Evrasía og N-Ameríka.
  • Svarthálsasvanur (Cygnus melancoryphus) : Suður-Ameríka.
  • Svartsvanur (Cygnus atratus) : Ástralía. Dó út á Nýja-Sjálandi en var flutt inn aftur af mönnum.

Svanir finna sér lífsförunaut út ævina en geta skilið, ef ungar komast ekki á legg eða makinn deyr. Fjöldi eggja er vanalega frá 3-8 og hjálpar karlfuglinn við hreiðurgerð og að sitja á eggjunum. Þeir hafa tenntan gogg þ.e. oddhvassar nibbur á honum. Þeir éta bæði plöntur og smádýr.

Svani má helst finna í tempruðu loftslagi og eru 4 tegundanna bundnar við norðurhvel. Norðurtegundirnar eru alhvítar en suðurtegundir með svartan og hvítan lit

Tenglar

breyta