Crème fraîche
Crème fraîche ([kʁɛm fʁɛːʃ], bókstaflega „ferskur rjómi“) er sýrður rjómi sem inniheldur 10–45% mjólkurfitu og hefur sýrustigið (pH) um það bil 4,5. Rjóminn er sýrður með örverum en er ekki eins súr og sýrður rjómi. Crème fraîche er þar að auki seigari og inniheldur meiri fitu. Samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins má crème fraîche framleiddur í ESB-ríkjum ekki innihalda neitt nema rjóma og örverur.