Korsíka

hérað í Frakklandi
(Endurbeint frá Corse)

Korsíka (franska: Corse; ítalska: Corsica; korsíkanska: Còrsica) er eyja undan suðurströnd Frakklands sem hún tilheyrir, rétt norðan við ítölsku eyjuna Sardiníu. Hún er fjórða stærsta eyja Miðjarðarhafs, á eftir Sikiley, Sardiníu og Kýpur. Að flatarmáli er hún tæpir 9 þúsund ferkílómetrar og er mannfjöldi um 330.000 (2016). Ajaccio er höfuðborgin með um 70.000 íbúa. Korsíka er sögulega fræg sem fæðingarstaður Napóleons Bonaparte.

Höfnin í bænum Bonifacio á suðurodda Korsíku.
Kort.

Tveir þriðju Korsíku eru fjallgarður og er hæsti tindurinn Monte Cinto, 2706 m. i. Sundið milli Korsíku og Sardiníu er 11 kílómetrar.

Stjórnsýslulega er Korsíku skipt upp í 2 sýslur; Haute-Corse and Corse-du-Sud, 52 kantónur og 360 bæjarfélög. Korsíkanska er minnihlutatungumál á eyjunni sem um 10% hafa að móðurmáli. Það er skyldara ítölsku en frönsku.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.