Norðurkórónan
(Endurbeint frá Corona Borealis)
Norðurkórónan er lítið stjörnumerki á norðurhimni. Hún er eitt af 48 stjörnumerkjum fornaldar sem Kládíos Ptólemajos lýsti á 2. öld. Björtustu stjörnurnar í stjörnumerkinu mynda hálfhring. Hún er sögð vera kórónan sem guðinn Díonýsos gaf krítversku prinsessunni Aríadne.