Cole Palmer
Cole Jermaine Palmer (fæddur 6. maí 2002) er enskur knattspyrnumaður sem spilar með enska úrvalsdeildaliðinu Chelsea FC og enska landsliðinu. Hann spilar sem vængmaður, eða framsækinn miðjumaður.
Cole Palmer | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Cole Jermaine Palmer | |
Fæðingardagur | 6. maí 2002 | |
Fæðingarstaður | Manchester, England | |
Hæð | 1,85 m | |
Leikstaða | framsækinn miðjumaður, kantmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Chelsea FC | |
Númer | 20 | |
Yngriflokkaferill | ||
2010-2020 | Manchester City | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2020-2023 | Manchester City | 19 (0) |
2023- | Chelsea FC | 53 (35) |
Landsliðsferill2 | ||
2017 2019 2019 2021 2023- |
England U16 England U17 England U18 England U21 England |
2 (0) 3 (0) 9 (2) 15 (5) 11 (2) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Manchester City
breytaPalmer var í yngriflokkaliðum Manchester City en fann sig oft á bekknum í harðri samkeppni í aðalliði félagsins.
Chelsea
breytaHann var keyptur til Chelsea fyrir 40 milljón pund sumarið 2023 og blómstraði þar. Hann var valinn besti ungi leikmaður ársins tímabilið 2023-2024 og leikmaður tímabilsins af áhorfendum. Palmer var með 33 markaframlög (22 mörk og 11 stoðsendingar) á úrvalsdeildartímabilinu.[1]
Enska landsliðið
breytaPalmer vann U-21 Evrópumótið með Englandi árið 2023. [2]
Hann hjálpaði Englandi að komast í úrslitaleikinn á EM 2024 þegar hann átti stoðsendingu á Ollie Watkins gegn Hollandi en báðir höfðu komið af bekknum.[3] Í úrslitaleiknum sjálfum jafnaði hann metin gegn Spáni þegar hann kom af bekknum. [4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Another accolade for PalmerBBC Sport, sótt 4. janúar 2025
- ↑ England win U21 EURO title after 1-0 win over Spain Englandfottball.com
- ↑ England 2 - Netherlands 1 BBC Sport
- ↑ England 1 - Spain 2 BBC Sport