Barnarót
(Endurbeint frá Coeloglossum viride)
Barnarót (fræðiheiti Coeloglossum viride) er fremur lágvaxin jurt af brönugrasaætt. Hún vex í mólendi og oft í skóglendi. Blóm eru í klasa efst á stöngli. Ytri blómhlífarblöð eru rauðbrún. Hún líkist friggjargrasi og hjónagrasi en þekkist frá þeim á lögun neðri varar og rauðbrúnum blómum. Barnarót er algeng um allt Ísland og vex frá láglendi upp í um 700 m hæð.
Barnarót | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Coeloglossum viride (L.) Hartm. | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Notkun
breytaCoeloglossum viride var. bracteatum er nú rannsakað í tengslum við æðavitglöp.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Zhang, D; Zhang, J. J. (2005). „Effect of Coeloglossum. Viride var. Bracteatum extract on oxidation injury in sub-acute senescent model mice“. Acta Academiae Medicinae Sinicae. 27 (6): 729–33. PMID 16447647.[óvirkur tengill]
Heimildir
breyta- Barnarót (Flóra Íslands)
- Barnarót (Coeloglossum viride) Náttúrufræðistofnun Íslands Geymt 22 júlí 2019 í Wayback Machine
- Barnarót (Ágúst Bjarnason)
- Coeloglossum virade (Lystigarður Akureyrar) Geymt 4 ágúst 2021 í Wayback Machine
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Barnarót.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Coeloglossum viride.