Borgarljósin

(Endurbeint frá City Lights)

Borgarljósin eða City Lights er kvikmynd eftir Charlie Chaplin sem var frumsýnd 30. janúar 1931 í Los Angeles.

Myndin var kostuð af Chaplin sjálfum (og framleidd af Chaplin – United Artists), hann leikstýrði myndinni einnig, samdi alla tónlistina (að undanskildu einu lagi), ritstýrði og lék aðalhlutverkið á móti Virginia Cherril (blinda stúlkan).

Ekkert var talað í myndinni þrátt fyrir að tæknin til að setja inn hljóð á filmu væri til staðar, en Chaplin vildi ekki að talmál væri notað í myndinni. Þrátt fyrir það er myndin full af tónlist og hann notar hljóð á afar spaugilegan máta. Líklegast var aðal vandamálið að velja rödd fyrir flækinginn, þ.e. hann var fræg persóna um gjörvallan heim og allir höfðu myndað með sér eigin hugmyndir um hvernig hann talaði, að finna rétta rödd fyrir flækinginn hefði verið vandasamt verk og hugsanlega eyðilagt persónuna.

Margar frægar persónur sáu verk Chaplins á frumsýningu, þar á meðal Albert Einstein.

Lýsing

breyta

Myndin fjallar í stuttu máli um fræga persónu Chaplins „The Tramp“ (ísl. Flækingurinn) sem að kynnist blindri og fátækri stúlku, sem vinnur fyrir sér með blómasölu. Flækingurinn verður afar hrifinn af henni og gerir allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa stúlkunni þegar hún veikist og hefur ekki efni á húsaleigunni.

   Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.