Christopher Allen Darden betur þekktur sem Chris Darden fæddur 7. apríl 1956 er bandarískur lögfræðingur og fyrrverandi saksóknari. Chris er hvað þekktastur fyrir að hafa verið annar tveggja saksóknara í réttarhöldunum yfir O.J Simpson árið 1995 þar sem O.J Simpson var ákærður og að lokum sýknaður fyrir að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína Nicole Brown Smith og vin hennar Ronald Lyle Goldman. Darden lét af störfum sem saksóknari eftir að O.J. Simpson var sýknaður og hefur rekið eigin lögmannsstofu í fjölda ára og hefur verið verjandi í fjölda mála sem hafa vakið fjölmiðlaathygli[1]. Má þar nefna að hann var verjandi meints morðingja rapparans Nipsey Hussle en hann dróg sig síðan frá málinu.

  1. „Christopher Darden“, Wikipedia (enska), 29. september 2024, sótt 14. október 2024