Spjallmenni er tölvuforrit sem tekur þátt í samræðum með tali eða rituðum texta. Slík forrit líkja eftir samræðum og spjalli milli fólks en eru þó ekki (árið 2019) svo fullkomið að þau standist Turing-prófið. Spjallmenni eru oft notuð í umræðukerfum meðal annars til að þjónusta viðskiptavini eða til að safna upplýsingum.Sum spjallmenni nota háþróuð tungumálakerfi en sum vinna þannig að þau skanna inntak í leit að ákveðnum lykilorðum og svara síðan með viðeigandi texta eða textasniði sem þau sækja í gagnagrunn. Lánasjóður íslenskra námsmanna tók í notkun spjallmenni í lok árs 2019.

Spjallmenni aðstoðar viðskiptavini
Eliza var eitt fyrsta spjallmennið. Hún svaraði með rituðum texta á tölvuskjá.