Rósahjarta

(Endurbeint frá Ceropegia woodii)

Rósahjarta (fræðiheiti: Ceropegia woodii) er þykkblöðungur af ættinni Ceropegia. Hann er upprunninn í Natal í Suður-Afríku. Nafnið „rósahjarta“ er dregið af hjartalaga blöðunum, en þar á milli vaxa bleik blóm. Rósahjarta er vinsæl inniplanta.[1]

Rósahjarta
Ceropegia woodii
Ceropegia woodii
Curtis's Botanical Magazine
Curtis's Botanical Magazine
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiospermae)
Ættbálkur: Gentianales
Ætt: Apocynaceae
Ættkvísl: Ceropegia
Tegund:
C. woodii

Tvínefni
Ceropegia woodii
Schltr.
Samheiti
  • Ceropegia barbertonensis N.E.Br.
  • Ceropegia collaricorona Werderm.
  • Ceropegia euryacme Schltr.
  • Ceropegia hastata N.E.Br.
  • Ceropegia leptocarpa Schltr.
  • Ceropegia schoenlandii N.E.Br.

Rósahjarta er skriðplanta. Stönglar hennar eru langir og örfínir. Á stönglunum vaxa blöðin tvö og tvö saman, en þau eru höldug og grá, ljósgræn og fjóluleit á litinn. Í blaðöxlunum vaxa litlir 10–15 mm hnúðar. Þetta einkenni skilur rósahjarta frá öðrum skyldum tegundum. Rósahjarta blómstrar helst á sumrin.[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Maja-Lisa Furusjö (1986). Plöntur með þykk blöð. Bókaútgáfan Vaka. bls. 10–11.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.