Ertuygla

(Endurbeint frá Ceramica pisi)

Ertuygla[1] (fræðiheiti Melanchra pisi eða Ceramica pisi) er mölfluga sem lifir á jurtum af ertublómaætt. Ertuygla hefur sést í auknum mæli á Íslandi frá aldamótum. Hún er algeng um sunnanvert Ísland. Fullorðin fiðrildi eru á ferli á vorin og fyrri hluta sumars og verpa þá og lirfur klekjast úr eggjum. Í ágúst ná lirfurnar fullum vexti, hverfa niður í gróðursvörðinn og púpa sig. Fullþroska fiðrildi skríða úr púpunum að vetri loknum. Vænghafið er 32–37 mm.

Ceramica pisi

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Hexapoda
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Yfirætt: Noctuoidea
Ætt: Ygluætt (Noctuidae)
Undirætt: Hadeninae
Ættkvísl: Ceramica
Tegund:
C. pisi

Tvínefni
Ceramica pisi
Linnaeus, 1758
Samheiti
  • Melanchra pisi

Lirfan hélt sig hérlendis í fyrstu einkum við lúpínu[2] en hefur síðari ár orðið skaðvaldur í skógrækt einkum hvað varðar víði, greni og ösp. Lirfum er eytt með breiðvirku eitri eins og Permasect sem drepur skordýr eða sérvirkum bakteríum sem hafa eingöngu áhrif á fiðrildalirfur eins og Bt (Bacillus thuriengensis).

Ertuygla er skyld grasyglu.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Ertuygla Náttúrufræðistofnun Íslands
  2. Skógræktin. „Ertuygla“. Skógræktin. Sótt 11. september 2020.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.