Catherine Booth
Catherine Booth (17. janúar 1829 – 4. október 1890) var annar stofnenda Hjálpræðishersins en hún lagði grunn að hreyfingunni með manni sínum William Booth. Hún hefur vegna áhrifa sinna verður kölluð móðir Hjálpræðishersins. Catherine fæddist í Ashbourne, Derbyshire á Englandi. Foreldrar hennar, John Mumford og Sarah Milward voru meþódistar. Faðir hennar var prédikari og vann við vagnagerð. Fjölskylda hennar flutti til Boston, Lincolnshire og síðar til Brixton í London. Catherine var alvörugefin og næm og trúhneigð. Sagt er að hún hafi lesið alla Biblíuna átta sinnum áður en hún varð 12 ára.