Cat Stevens

Yusuf Islam einnig þekktur sem Cat Stevens og Yusuf er breskur tónlistarmaður. Hann fæddist árið 1948 sem Steven Georgiu í London, sonur kýpurgrísks föður og sænskrar móður. Frumraun hans platan Matthew and Son og samnefnt lag komu út árið 1967 og náðu topp 10 á breska listanum.

Yusuf Islam, Yusuf, Cat Stevens
Yusuf Islam BBC2 Folk Awards.jpg
Fæðingarnafn Steven Demetre Georgiou
Fæddur 21. júlí 1948
Uppruni London, Englandi
Tónlistarstefnur þjóðlagatónlist, popp, rokk, íslömsk tónlist
Vefsíða http://www.catstevens.com
Cat Stevens (1972).

Vinsældir Stevens jukust á 8. áratugnum og náðu lög eins og Father and Son, Wild World, Moonshadow, Peace Train og Morning Has Broken miklum vinsældum. Árið 1977 snerist hann hins vegar til íslamstrúar, breytti nafni sínu í Yusuf Islam og hætti afskiptum af popptónlist frá 1979. Árið 2006 hóf Yusuf aftur að gera popptónlist. Árið 2017 notaði hann nafnið Yusuf/Cat Stevens.

PlöturBreyta

Sem Cat StevensBreyta

 • 1967: Matthew and Son
 • 1967: New Masters
 • 1970: Mona Bone Jakon
 • 1970: Tea for the Tillerman
 • 1971: Teaser and the Firecat
 • 1972: Catch Bull at Four
 • 1973: Foreigner
 • 1974: Buddha and the Chocolate Box
 • 1975: Numbers
 • 1977: Izitso
 • 1978: Back to Earth

Sem YusufBreyta

 • 2006: An Other Cup
 • 2009: Roadsinger
 • 2014: Tell 'Em I'm Gone

Sem Yusuf / Cat StevensBreyta

 • 2017: The Laughing Apple
 • 2020: Tea for the Tillerman 2