Carl William Hansen

Carl William Hansen (11. október 1872 – 3. ágúst 1936) var danskur rithöfundur, satanisti, umferðarprédikari og dulhyggjumaður. Hann fæddist í Kaupmannahöfn og var vígður inn í frímúrarareglu kennda við Martinisma árið 1898. Hansen gaf út bókina Den Ny Morgens Gry, Lucifer-Hiram, Verdensbygmesterens Genkomst árið 1906 undir dulnefninu Ben Kadosh. Áhugamál hans voru gullgerðarlist og stjörnufræði og allt til ársins 1905 var hann í samskiptum við sænska leikskáldið August Strindberg. Hansen var menntaður í sölu mjólkurafurða en skilgreindi sjálfan sig sem efnafræðing í dönskum uppflettiritum.

Heimildir

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.