Carbapenem er samheiti yfir ákveðinn flokk beta-laktam sýklalyfja. Sakir byggingar sinnar eru þau almennt þolin gagnvart betalaktam-sundrandi ensímum, þar á meðal ESBL (e. extended spectrum beta-lactamases) og AmpC-myndandi lífverum. Meðal karbapenema má nefna imipenem, meropenem, ertapenem og doripenem. Þau carbapenem sem til eru í dag verka ekki á meticillin-ónæman Staphylococcus aureus (MÓSA). Einnig eru þær bakteríur sem framleiða ensímið metalló-beta-laktamasa ónæmar fyrir lyfjaflokknum, en meðal þeirra má nefna ýmsar Gram-neikvæðar bakteríur líkt og S. maltophilia, og P. aeruginosa.

Grunnbygging carbapenem sýklalyfja

Carbapenem sýklalyf

breyta

Impipenem er breiðvirkt sýklalyf og hefur góða verkun á ýmsar loftháðar og loftfælnar gram-jákvæðar og gram-neikvæðar bakteríur. Það er gefið ásamt ensím-hindranum cilastatin, sem hindrar þar með afvirkjun lyfsins í nýrum af ensíminu dehydropeptíðasa. Það hefur aðeins meiri virkni gegn enterókokkum en samanborið við önnur lyf í hópnum. Imipenem ætti ekki að gefa flogaveikum, nýrnabiluðum né við sýkingu í miðtaugarkerfi. Imipenem og meropenem eru notuð empirískt á ýmsar gerðir sýklasótta (e. sepsis).

Meropenem hefur svipaða virkni og imipenem en þolir dehýdrópeptíðasa (ensím í nýrum sem afvirkjar imipenem). Af lyfjum í lyfjaflokknum er það helst gefið við miðtaugakerfissýkingu. Imipenem og meropenem eru notuð empirískt á ýmsar gerðir sýklasótta (e. sepsis).

Ertapenem er helst gefið við samfélagslungnabólgu. Það hefur lengri helmingunartíma en önnur í flokknum en hefur enga virkni á P. aeruginosa.

Doripenem er notað við spítalalungnabólgu og í sýklasótt frá þvagrás eða kviðarholi.