Captain America: The First Avenger

Captain America: The First Avenger er bandarísk ofurhetjumynd frá árinu 2011 sem Joe Johnston leikstýrði og Christopher Markus og Stephen McFeely skrifuðu. Myndin er byggð á samnefndri myndasöguhetju frá Marvel. Chris Evans, Tommy Lee Jones, Hugo Weaving, Sebastian Stan og Dominic Cooper fara með aðalhlutverkin í myndinni sem segir frá Steve Rogers, veikburða manni frá Brooklyn sem er breytt í ofur-hermann að nafni Kafteinn Ameríka til þess að hjálpa bandamönnum í seinni heimstyrjöldinni.

Captain America: The First Avenger
LeikstjóriJoe Johnston
HandritshöfundurChristopher Markus
Stephen McFeely
FramleiðandiKevin Feige
Leikarar
FrumsýningFáni Bandaríkjana 22. júlí 2011
Fáni Íslands 27. júlí 2011
Lengd124 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkBönnuð innan 12
Ráðstöfunarfé$140.000.000
FramhaldThe Avengers

Söguþráður breyta

Myndin hefst árið 1942 þegar seinni heimstyrjöldin geisar sem hæst. Hinn smávaxni og veiklulegi Steve Rogers hefur reynt hvorki meira né minna en fimm sinnum að komast í herinn til að berjast fyrir bandaríksu þjóðina en verið hafnað í hvert einasta sinn. Þegar öll sund virðast lokuð opnast nýjar dyr fyrir Steve: að bjóða sig fram í leynilegt hátækniverkefni á vegum hersins þar sem ekki er krafist sömu líkamlegu eiginleika. Það heitir Project: Rebirth, en þegar hann tekur þátt er honum breytt í vöðvastæltann ofurhermann og er fljótt kallaður Kafteinn Ameríka. Hann hefur fljótt uppi á besta vin sínum, Bucky Barnes, og mynda þeir illvígt teymi sem tekur að sér hættulegustu sérverkefnunum í stríðinu, þar á meðal að reyna að ráða niðurlögum Red Skull, yfirmann vopnaþróunar á vegum Adolfs Hitler, en Red Skull hefur sín eigin áform um framgang stríðsins í sína þágu, og spilar þar töfrum gæddur hlutur að nafni Tesseract stórt hlutverk.[1]

Leikendur breyta

Veikburða ungur maður sem er breytt í vöðvastæltann ofur-hermann með því að nota tilraunaefni til þess að hjálpa bandamönnum í seinni heimstyrjöldinni.[2] Eftir aðgerðina er hann fullkomlega breyttur og orðinn sterkari, hraðari og fimari heldur en nokkur annar í heiminum, en hann getur slasast. Evans hafði áður leikið ofurhetjunua Human Torch í Fantastic Four-myndunum og hafnaði hlutverkinu þrisvar sinnum áður en hann skrifaði undir sex mynda samning við Marvel. Evans útskýrði afhverju í viðtali: „Ég sagði við vin minn, ‚Ef myndin floppar verð ég í djúpum skít. Ef myndin verður vinsæl verð í í djúpum skít!‘ Ég var svo hræddur. Ég fattaði að ég var næstum því of mikil gunga til þess að leika Kaftein Ameríku“.[3] Hann sagði að persóna hans væri mjög góður gæji og hann hefði leikið hann í hvaða mynd sem er þótt hann væri ekki Kafteinn Ameríka.

Heimildir breyta

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. ágúst 2011. Sótt 28. ágúst 2011.
  2. Marc Graser (22. mars 2010), http://www.variety.com/article/VR1118016757, Variety
  3. Jeff Jensen (28. september 2010), http://popwatch.ew.com/2010/10/28/captain-america-chris-evans-2/