Kantarella
Kantarella (fræðiheiti: Cantharellus cibarius) er rifsveppur og ætisveppur af skiptingu kólfsveppa sem myndar svepparót með ýmsum tegundum trjáa og finnst bæði í lauf- og barrskógum. Hann er mjög eftirsóttur matsveppur vegna bragðsins. Vegna þess hve hann er sérkennilegur í útliti er erfitt að rugla honum saman við aðrar (eitraðar) tegundir.
Kantarella | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Cantharellus cibarius |
Kantarell er eini rifsveppurinn af þeim sem eru með greinilegan hatt og staf sem vex á Íslandi. Sveppurinn er 2-5 sm á breidd og er í fyrstu hvelfdur en verður flatari og oft trektlaga og egggulur á lit. Stafur sveppsins er stuttur og smábreikkar upp. Rifin eða garðarnir liggja eins og geislar neðan á hattinum. Þau eru 1-3 mm. Sveppurinn er allur rauðgulur eða egggulur. Hold sveppsins er seigt og ilmur hans minnir á apríkósur. Sveppurinn vex í skóglendi. Kantarell sveppur fannst fyrst á Íslandii árið 1961. Kantarell er einn eftirsóttasti matsveppurinn vegna bragðsins og þess að hann er algengur en líka vegna þess að hann er auðþekktur og ekki hætta á að taka eitursveppi í misgripum. Skordýr herja lítt á sveppinn og auðvelt er að flytja hann án þess að hann skemmist og auðvelt að þurrka hann og geyma lengi.[1]