Snoop Dogg

Bandarískur rappari

Calvin Cordozar Broadus, Jr. (fæddur 20. október 1971), betur þekktur sem Snoop Dogg, er bandarískur rappari, leikari og skemmtikraftur. Hann er líka yfirlýstur kannabisneytandi og baráttumaður fyrir lögleiðingu þeirra,

Snoop Dogg árið 2005

Hann gekk í gagnfræðiskólann Long Beach Polytechnic High School og var meðlimur í glæpagengi í Kaliforníu og stuttu eftir útskrift hans var hann handtekinn fyrir eign á kókaíni og sat fyrir það sex mánuði í fangelsi.

Tónlistarferill

breyta

Tónlistarferill hans hófst árið 1992 eftir hann var uppgötvaður af Dr. Dre. Hann þeytti frumraun sína sem listamaður með plötunni Doggystyle sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Hann hefur síðan gefið út tíu aðrar plötur sem hafa allar notið mikilla vinsælda, verið tilnefndur til þrettán Grammy-verðlauna og komið fram í 34 kvikmyndum.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.