Calafquénvatn
Calafquénvatn (spænska: Lago Calafquén) er stöðuvatn á mörkum Araucanía-fylkis og Los Ríos-fylkis í Suður-Chile. Lican Ray er stærsta borgin við vatnið. Calafquénvatn er 120,6 ferkílómetrar að stærð og dýpst 207 m. Úr vatninu rennur Río Pullinque.