Reyklaust púður
Reyklaust púður er sprengifimt efni, ljóst á lit, sem notað er sem drifefni í skotvopnum og einnig í alls konar flugeldum. Svart púður er fyrirrennari reyklausa púðursins. Kordít er eldri tegund reyklauss púðurs og er ekki lengur framleitt.