Burstahalapokarotta
Burstahalapokarottan eða Pokarefur (fræðiheiti: Trichosurus vulpecula) er smávaxin pokarotta sem má finna í Ástralíu[3] og eyjum þar í kring, hún hefur einnig breiðst út á Nýja-Sjálandi. Hana er að finna nánast alls staðar í Ástralíu og hefur hún breiðst út gríðarlega síðustu áratugi. Hún getur orðið allt að 58 cm að lengd og hali hennar getur orðið allt að 40 sm. Hún vegur um 4 kg í fullri stærð.
Burstahala pokarottur | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Trichosurus vulpecula
| ||||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Trichosurus vulpecula (Kerr, 1792)[2] | ||||||||||||||||||
Undirtegundir | ||||||||||||||||||
T. v. vulpecula |
Útlit
breytaBurstahalapokarotturnar geta verið margs konar á litinn, brúnar, svartar, silfurgráar og gulllitaðar. Hún er lítil og það hentar henni fyrir klifur, karlkynið er aðeins stærra en kvenkynið. Hún klifrar mikið og er hún með klær á næstum öllum fingrum sínum nema einum á hvorri hendi, þar er hún ekki með klær og það hjálpar henni að ná betra gripi. Þær eru með góðan og þykkan feld sem mannkynið hefur notað fyrir klæðnað. Halinn er eins og nafnið gefur til kynna þakinn feldi nema endinn á halanum sem er ber. Hann gefur gott grip fyrir klifur.
Hegðun
breytaBurstahalapokarotturnar ferðast einar og þær eru nánast alltaf einar. Þær gefa frá sér hljóð til að afmarka sitt svæði og þá kemur nánast engin önnur burstahalapokarotta inná það svæði. Þær leita sér að mat nánast allan daginn og taka sér góðan tíma í það. Þær makast nánast jafnt og þétt yfir allt árið en mesta fjölgunin í norðurhluta Ástralíu á sér stað í kringum september-nóvember. Annars staðar fjölga þær sér mest í mars til maí.
Mataræði
breytaBurstahalapokarotturnar borða eftir staðsetningu, það þýðir að þær borði nánast það sem er í boði á hverjum stað. Það helsta sem þær borða er lauf, blóm, ávexti og fræ, litlar pöddur, fuglsegg og stundum önnur lítil dýr eins og fuglaunga en það kemur ekki oft fyrir.
Líf burstahalapokarottunnar
breytaMóðirin er með ungann í 16-18 daga í vömbinni og yfirleitt er aðeins einn ungi í hverju goti. Unginn er um það bil 1.5 sm og er um 2 g að þyngd þegar hann fæðist. Þegar unginn fæðist klifrar hann í gegnum feld móðurinnar og upp í lítinn poka og er þar í 4 til 5 mánuði. Eftir það klifrar unginn upp á bak móðurinnar og er þar þangað til að hann er orðinn 7-9 mánaða gamall. Síðan þegar kvendýrið er orðið eins árs gamalt þá byrjar það að makast. Karldýrið byrjar að makast þegar það fer að nálgast 2 ára aldurinn. Burstahalapokarotturnar lifa aðeins í að meðaltali 13 ár í náttúrunni.
Hættur
breytaBurstahalapokarotturnar eru ekki taldar í hættu. Þessi tegund er svo útbreidd og hún staðsetur sig nánast eingöngu á þeim stöðum þar sem engin rándýr eru. En í norðurhluta Ástralíu er tegundin í dálítilli hættu, þar eru dingóar, refir og kettir sem elta þá uppi. Fjölgunin er samt sem áður miklu meiri þannig að tegundin deyr ekki út á næstu áratugum. Það er samt sem áður hætta í sambandi við plöntur og ávexti vegna fjölgun þeirra. Hún er svo gríðarlega mikil og þær eru í raun að eyðileggja plönturnar fyrir öðrum dýrum.
Tenglar
breyta- Arkive.org Geymt 19 júlí 2011 í Wayback Machine
- Doc.govt.nz
- ↑ Morris, K.; Woinarski, J.; Friend, T.; Foulkes, J.; Kerle, A.; Ellis, M. (2016). „Trichosurus vulpecula“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2016: e.T40585A21952080. doi:10.2305/IUCN.UK.2016-2.RLTS.T40585A21952080.en. Sótt 12. nóvember 2021.
- ↑ Linné, Carl von; Archer, J.; Gmelin, Johann Friedrich; Kerr, Robert (1792). The animal kingdom, or zoological system, of the celebrated Sir Charles Linnæus. containing a complete systematic description, arrangement, and nomenclature, of all the known species and varieties of the mammalia, or animals which give suck to their young. 1. árgangur. Printed for A. Strahan, and T. Cadell, London, and W. Creech, Edinburgh. Afrit af uppruna á 27. mars 2019. Sótt 2. apríl 2019.
- ↑ Atli Magnússon og Örnólfur Thorlacius. (2003). Dýraalfræði fjölskyldunnar. Reykjavík: Skjaldborg ehf.