Pokadýr

(Endurbeint frá Marsupialia)

Pokadýr (fræðiheiti: Marsupialia) eru dýr af frumstæðum ættbálki spendýra. Pokadýr eru flest með poka undir kviðnum og bera unga sína þar í uns þeir eru orðnir fullburða (sbr. t.d. kengúrur). Ástralía er helsta heimkynni pokadýranna, ásamt Nýju Gíneu. Í lok krítar og byrjun tertíer voru pokadýr aftur á móti algeng á öllum meginlöndum. Í Norður-Ameríku finnast 13 eða 14 tegundir en aðeins ein norðan Mexíkó, svonefnd virginíuposa oft kölluð pokarotta.

Pokadýr
Tímabil steingervinga: Mitt krítartímabilið til nútíma
Kvendýr austrænnar grákengúru með unga í pokanum.
Kvendýr austrænnar grákengúru með unga í pokanum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Undirflokkur: Theria
Innflokkur: Marsupialia
Illiger, 1811
Ættbálkar

Tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.