Skrauthnokki

(Endurbeint frá Bryum muehlenbeckii)

Skrauthnokki (fræðiheiti: Bryum muehlenbeckii) er tegund mosa af hnokkmosaætt. Skrauthnokki vex á rökum stöðum við læki og tjarnir. Hann hefur fundist á tveimur stöðum á Íslandi, annars vegar á Hornströndum og hinst vegar í eða nálægt Lóni í Austur-Skaftafellssýslu.[2] Karlplöntur hafa fundist hér á landi en aldrei hafa plöntur fundist með gróhirslu.[2]

Skrauthnokki
Skrauthnokki innan um hávaxnari gróður á steini.
Skrauthnokki innan um hávaxnari gróður á steini.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plöntur (Plantae)
Fylking: Mosar (Bryophyta)
Flokkur: Hnokkmosaflokkur (Bryopsida)
Undirflokkur: Bryidae
Ættbálkur: Hnokkmosabálkur (Bryales)
Ætt: Hnokkmosaætt (Bryaceae)
Ættkvísl: Hnokkmosar (Bryum)
Tegund:
Skrauthnokki (B. muehlenbeckii)

Tvínefni
Bryum muehlenbeckii
Bruch. et Schimp

Staða stofns

breyta

Skrauthnokki er metinn sem tegund í fullu fjöri (LC) á heimsválista IUCN,[1] sem er lægsta mögulega hættustig, en á Íslandi er settur í flokk tegunda sem ekki er hægt að meta í hættuflokk (DD).[3]

Myndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Hodgetts, N., Blockeel, T., Konstantinova, N., Papp, B., Schnyder, N., Schröck, C. & Untereiner, A. 2019. Imbribryum muehlenbeckii . The IUCN Red List of Threatened Species 2019: e.T83662840A87792807. Sótt 7. febrúar 2020.
  2. 2,0 2,1 Bergþór Jóhannsson 1995. Íslenskir mosar. Hnokkmosaætt. 162 s.
  3. Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.