Brynriddari
Brynriddari er riddaraliðsmaður í brynju með hjálm á höfði sem berst á hestbaki með skotvopni og korða. Slíkir hermenn komu fyrst fram á sjónarsviðið í Evrópu á 15. öld. Brynriddarar tilheyrðu þungvopnuðu riddaraliði og voru arftakar riddara miðalda. Þeir eru nú einungis til sem heiðursvörður í nokkrum löndum.
Tengt efni
breytaTenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist brynriddurum.