Bronx er hluti af New York-borg í Bandaríkjunum.

Kort sem sýnir Bronx (með gulu) innan New York borgar (sem sýnd er með gráu).

Bronx er nyrsti hluti borgarinnar og sá eini sem er á meginlandi Norður-Ameríku. Borgarhlutanum tilheyra einnig nokkrar litlar eyjar á East River og Long Island Sound. Harlem River aðskilur Bronx frá Manhattan. Um 1.455.000 manna (2016) búa í Bronx.

Hverfið er nefnt eftir Jonas Bronck, sænskum innflytjanda. Bronck ólst reyndar upp í Færeyjum.

Áhugaverðir staðir

breyta
   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.