Englandsbanki
(Endurbeint frá Breski seðlabankinn)
Englandsbanki (e. Bank of England) er seðlabanki Stóra-Bretlands og er í eigu breska ríkisins. Hann var stofnaður árið 1694. Bankinn hefur einkarétt á prentun peningaseðla í Englandi og Wales. Peningamálastefnu Englands er stjórnað af nefnd á vegum bankans.
Höfuðstöðvar bankans hafa verið á Threadneedle-götu í fjármálahverfi Lundúnaborgar frá 1734. Byggingin er kölluð The Old Lady (þ.e. gamla hefðarfrúin). Núverandi bankastjóri Englandsbanka er Andrew Bailey, sem tók við 2020 af Mark Carney.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Englandsbanki.