Brákarey
Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund.
Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, sem var ambátt á Borg og fóstra Egils Skallagrímssonar. Í Egils sögu segir að Skallagrímur Kveldúlfsson á Borg, faðir Egils, hafi banaði Þorgerði brák á Brákarsundi með steinkasti.
HeimildirBreyta
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.