Brákarsund var götutroðningur í austanverðri Reykjavík. Hún náði frá Langholtsvegi austur undir Kleppsvík, nokkru sunnan og austan við Holtaveg. Nú til dags er göngustígur þar sem áður var vesturendi Brákarsunds, sá göngustígur nær frá gatnamótum Langholtsvegar og Álfheima austur að Sæbraut. Samkvæmt BorgarVefsjá[1] heitir stígurinn ennþá Brákarsund. Við endann á stígnum er leikskólinn Brákarborg.

Heimildir

breyta
  1. BorgarVefsjá Geymt 27 október 2008 í Wayback Machine