Þursaflokkurinn

íslensk hljómsveit

Þursaflokkurinn var hljómsveit sem starfaði á árunum 1978-1982 (ásamt endurkomum, 1991, 2000 og 2008). Hljómsveitin blandaði saman framsæknu rokki og þjóðlegum áhrifum.

Meðlimir hljómsveitarinnar voru í upphafi Egill Ólafsson, Þórður Árnason, Rúnar Vilbergsson, Tómas Magnús Tómasson og Ásgeir Óskarsson. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Hinn íslenzki Þursaflokkur kom út árið 1978. Karl Sighvatsson bættist svo í hópinn áður en önnur plata hljómsveitarinnar, Þursabit, var gefin út.

Textar voru undir áhrifum bókar sr. Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög en Egill Ólafsson hafði sökkt sér í það rit.

Sveitin fór tvívegis utan, til Norðurlanda og Hollands, í tónleikaferðalag. [1] Hún lék á sínum síðustu tónleikum árið 1984 en lagðist þó aldrei formlega af. Þursaflokkurinn kom saman árið 1991 í minningu Karls Sighvatssonar sem lést í bílslysi sama ár. Svo kom flokkurinn saman árið 2000 á tónlistarhátíð.

Árið 2008 kom sveitin saman og spilaði í Laugardalshöll ásamt smárri sinfóníuhljómsveit, Caput. Mynddiskur og plata voru gefin út af tónleikunum. Einnig var óútgefið efni sem unnið var að eftir árið 1982 gefið út sem Ókomin forneskjan.

Hljómplötur

breyta

Tónleikaplötur

breyta
  • Þursaflokkurinn á hljómleikum (1980)
  • Í höllinni á þorra - Hinn íslenski Þursaflokkur og Caput ( 2008)

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Bassaleikari Íslands kveður Vísir, janúar 2018