Boys in a Band
Boys in a Band er færeysk rokkhljómsveit, stofnuð árið 2006 í Götu. Hljómsveitin samanstendur af gítarleikaranum og söngvaranum Pætur Zachariasson, gítarleikaranum Heini, bassaleikaranum Símun, trommaranum Rógvi og Heri Schwartz sem leikur á Hammond-orgel. Sveitin sigraði Global Battle of the Bands (GBOB) árið 2007.